Fréttir

Menningardagar í Lindaskóla
Menningardagar Lindaskóla verða 16.-20. desember. Setning þeirra hefst með ávarpi skólastjóra og opnun listsýninga. Að þessu sinni sýnir listamaðurinn og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir verk sín. Bergrún Íris sýnir myndlist og barnabækur sem hún hefur samið og myndskreytt. Einnig kemur Elísabet […]

Bækur mánaðarins í Lindaskóla
Í hverjum mánuði eru bækur mánaðarins valdar í Lindaskóla. Það er Solveg Helga Gísladóttir bókasafnsfræðingur á skólabókasafninu okkar sem velur bækur sem henta nemendum á hverju aldursstigi. Bækurnar eru síðan kynntar á upplýsingaskjá skólans en auk þess eru þessar upplýsingar á […]

Skólahald með eðlilegum hætti í Lindaskóla í dag
Ágætis veður er núna og skólahald verður með eðlilegum hætti í Lindaskóla í dag.

Uppfært: Foreldrar sæki börn í skólann fyrir kl. 14:00
Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00. Börn sem þurfa […]

Foreldrar sæki börn í skólann
Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í skólann fyrir kl. 15.00 á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna veðurs. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13.00. Send verður út tilkynning til foreldra í fyrramálið fyrir hádegi um […]

Leikur og gleði í snjónum
Það ríkti sannkölluð gleði á skólalóð Lindaskóla í morgun þegar stórir sem smáir léku sér saman í snjónum. Snæfinnur snjókarl sást víða því sjaldan hafa verið búnir til eins margir snjókarlar á lóðinni á stuttum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá […]