Frístund

Demantabær skólaárið 2023-2024

 
Starfandi er frístundin Demantabær við Lindaskóla sem ætluð er fyrir 1. – 4. bekk.
Demantabær er opinn frá ýmist kl. 13:00 eða 13:20 til 16:30 mánudaga til föstudags.
Demantabær er opinn alla daga sem grunnskólarnir starfa og einnig allan daginn þrjá af fimm skipulagsdögum Lindaskóla. Starfsmenn Demantabæjar eru með tvo skipulagsdaga á skólaárinu á sama tíma og skipulagsdagar skólans. Skipulagsdagar Demantabæjar skólaárið 2023-2024 eru 15. nóvember og 12. mars. Lokað er á skólasetningardegi og í vetrarfríum skólanna.


Demantabær er staðsettur inni í Lindaskóla á sama gangi og 3. og 4. bekkur er á morgnana. Gengið er inn Galtalindarmegin. Auk þeirrar aðstöðu, hefur frístundin aðgengi að íþróttasal skólans,
heimilisfræðistofu og Lindasafni.
Starfsemi Demantabæjar byggist á hópastarfi í bland við frjálsan leik og útivist og eru lykilorð okkar frelsi og fjölbreytni.


Starfsmenn Demantabæjar eru:


Andri Bjarnason frístundaleiðbeinandi
✓ Diana Kiburyte frístundaleiðbeinandi
✓ Edda Guðnadóttir stuðningsfulltrúi
✓ Emilía Ósk Guðmundsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Hafdís Eygló Unnsteinsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Halldóra Tinna Guðjónsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Karen Anja K Oddgeirsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Kolfinna Kristjánsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Krzysztofa Danielska stuðningsfulltrúi
✓ Marta Ellertsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Sara Jovisic frístundaleiðbeinandi
✓ Sigríður Sól Ársælsdóttir frístundaleiðbeinandi
✓ Stefán Bjarki Ólafsdóttir frístundaleiðbeinandi


Forstöðumaður Demantabæjar er Kristín Lillý Kjærnested.
Símanúmer Demantabæjar er 441 3026.


Bein númer í bekki: 1. bekkur – 621 4178, 2. bekkur – 621 4179 og 3. og 4. bekkur – 621 4180

Allar umsóknir í frístundina og breytingar á vistunartíma eru gerðar í gegnum umsóknarvefinn vala.is. Sækja þarf sérstaklega um afslátt af dvalargjöldum í frístundina og er það gert í gegnum umsóknarvefinn vala.is, en systkinaafsláttur kemur sjálfkrafa ef systkini er í vistun í frístund, leikskóla eða hjá dagforeldri í Kópavogsbæ.
Hér er hægt að sjá gjaldskrá frístunda Kópavogs og fleiri upplýsingar.

Hér er hægt að sjá gjaldskrá frístunda Kópavogs og fleiri upplýsingar.

Starfsáætlun Demantabæjar