Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram hér í skólanum mánudaginn 24. febrúar. Þar kepptu 7 nemendur sem valdir höfðu verið inni í bekk. Lesararnir stóðu sig vel og var frammistaða þeirra mjög jöfn þetta árið og valið erfitt fyrir dómara keppninnar.
Umsjónarmaður keppninnar hér í skólanum er Solveig H Gísladóttir bókasafnsfræðingur sem einnig sá um undirbúning keppenda. Dómarar voru íslenskukennarar unglingadeildar, Þóra Björg Stefánsdóttir, Dóra Unnsteinsdóttir og Sigríður Dóra Gísladóttir.
Lesarar voru þau Guðný, Klara, Íris, Bjarni, Sigurður, Sindri og Viktor. Í keppninni lásu þau kafla úr bókinni „Þín eigin þjóðsaga“ eftir Ævar Þór Benediktsson, ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur og eitt ljóð að eigin vali. Það voru Klara Blöndal og Sindri Leon Baldvinsson sem voru valin sem fulltrúar skólans og Viktor Yngvi Þorsteinsson er varamaður þeirra. Lokakeppnin í Kópavogi verður haldin í Salnum miðvikudaginn 18. mars klukkan 16:30. Hér eru myndir frá keppninni…

Posted in Fréttaflokkur.