Skólakór

Syngjandi skóli
Í nokkur ár hefur Lindaskóli unnið að verkefni sem kallast ,,Syngjandi skóli“.  Tveir kórar eru starfandi í skólanum og taka þátt í verkefninu. Í yngri kórnum eru nemendur í 2.- 3. bekk og í eldri kórnum eru nemendur í 4.-6. bekk. Tilgangurinn er að efla sönggleði og söngstarf í skólanum. Kórarnir eru virkir í skólastarfinu og koma reglulega fram innan og utan skólans.  Síðastliðið vor héldu Lindaskólakórarnir í samstarfi við  Kór Hamraskóla tónleika í Lindakirkju til styrktar Barnaheill á Íslandi. Tónleikarnir hétu;  Syngjum saman – stöndum saman. Jóhanna Halldórsdóttir söngkona og kórstjórnandi stýrir þessu verkefni. Verkefnið Syngjandi skóli var tilnefnt til Kópsins, viðurkenningar menntaráðs, 2018.