ART

ART-þjálfun er námsúrræði fyrir nemendur með erfiðleika í félagsfærni, nemendur sem þurfa að þjálfa reiðistjórnun og/eða nemendur sem víkja frá í siðgæðisþroska.

Markmiðið með félagsfærniþjálfuninni er að kenna barninu og þjálfa það í félagslegri færni til að geta tekist á við ólíkar aðstæður og krefjandi verkefni í daglegu lífi.

Reiðistjórnunarþjálfun er ætlað að gera börnin hæfari í að bera kennsl á tilfinningar sínar og annarra.

Í siðgæðisþjálfun er lögð áhersla á umræður út frá klípusögum með siðfræðilegu innihaldi, m.a. hvernig hægt er að komast að samkomulagi um mikilvæg málefni sem snerta börnin sérstaklega.

Við skólann eru starfandi ART-þjálfarar á yngsta stigi og byrjar þjálfunin í 2. bekk.