Skilgreining á áföllum
Áfall er atburður sem ætla má að veki kvíða, ótta, sorg eða streitu hjá einstaklingi. Alvarleg áföll í nemendahópnum, aðstandendum þeirra eða starfsfólks geta verið af völdum:
-
Andláts nemanda Langvarandi eða alvarlegra veikinda
-
Slys sem valda líkamstjóni
-
Náttúruhamfarir
-
Kynferðisleg misnotkun
-
Ofbeldi
-
Annars sem skv. mati áfallaráðs veldur áfalli
Nemendaverndaráð fer með hlutverk áfallaráðs Lindaskóla
Í áfallaráði eru stjórnendur, náms- og starfsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur.
Hlutverk áfallaráðs
Í áfallaráðinu er sérvalinn hópur starfsfólks innan skólans. Hópurinn er ávallt í viðbragðsstöðu ef upp kemur áfall í skólanum. Ráðið vinnur eftir áfallaáætlun Lindaskóla þar sem fjallað er um vinnuferli til að styðjast við þegar áföll verða.
-
Áfallaráð hefur verkstjórn við válega atburði.
-
Áfallaráð skal funda eins fljótt og auðið er ef áfall hefur orðið, óháð dagsetningu og tíma.
-
Áfallaráð útbýr vinnuáætlanir um hlutverkaskipan hverju sinni, í hvaða röð og hvernig bregðast skuli við í hverju tilviki fyrir sig.
-
Áfallaráð skal sjá til þess að kennarar fá stuðning og hjálp.
-
Mikilvægt er að huga að óskum þeirra fjölskyldna sem hlut eiga að máli hverju sinni.
-
Áfallaráð skal sjá til þess að allt starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum.
Fyrstu viðbrögð vegna áfalls
-
Upplýsingar um áföll berist til skólastjóra.
-
Skólastjóri leitar staðfestingar hjá viðkomandi eða aðstandendum.
-
Skólastjóri leitar heimildar hjá viðkomandi eða aðstandendum hans um að fjallað verði um málið í skólanum. Bera þarf allar aðgerðir skólans undir foreldra til samþykkis, eða hafa þá með í ráðum frá upphafi.
-
Áfallaráð kemur saman.
-
Segir frá hvað gerðist og hugsanleg áhrif á nemendahópa
-
Hverjum tengist viðkomandi, t.d. systkini, vinir, vinahópar, s.s. félagsstarf, íþróttafélag, skátar, of.l.
-
Hvernig er best að svara spurningum frá nemendum og foreldrum t.d. slys, sjálfsvíg, alvarleg veikindi eða annað.
-
Hvernig er best að haga skólastarfinu það sem eftir er skóladags og næstu daga (t.d. að bjóða uppá umræður og gefa fólki kost á að tjá sig).
-
Koma upp athvarfi þar sem hægt er að vera í fámenni, t.d. hjá náms- og starfsráðgjafa og hjúkrunarfræðingi.
-
Hvaða hjálp fáum við utan skólans, t.d. prestur, sálfræðingur o.fl.
-
Hverjir svara fólki utan skólans.
-
Ákveða annan fund og yfirfara stöðuna.