Námsmat og vitnisburðarkerfi Lindaskóla

Námsmat

Mat á hæfni og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms.
Markmið skólastarfs eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til að ná þeim og því verða matsaðferðir að vera fjölbreyttar. Þær verða að hæfa hæfniviðmiðum, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Námsmat á að vera áreiðanlegt, óhlutlægt, heiðarlegt og sanngjarnt gagnvart nemendum. Meta þarf alla þætti námsins, þekkingu, leikniog hæfni með hliðsjón af hæfniviðmiðum í aðalnámskrá.

Lindaskóli hefur þessi markmið að leiðarljósi og eru nemendur metnir allan ársins hring með fjölbreyttum og margvíslegum leiðum. Foreldrar eiga að geta fylgst með heimanámi barna sinna inni á Mentor sem og niðurstöðum kannana, hæfni þeirra og framförum þó að munur sé á endurgjöf eftir því á hvaða aldursstigi nemandinn er.

Nemendur fá ýtarlega fyrirlögn verkefna setta inn á Google Classroom en sett inn á Mentor.

Í foreldraviðtölum á haustönn er farið almennt yfir líðan nemandans, skólabyrjun, hvernig
námið fer af stað og hvernig því miðar.

Í foreldraviðtölum á vorönn fá nemendur munnlegt stöðumat úr hverri grein fyrir sig. Allar
kannanir, próf og verkefni fara inn á Mentor þar sem nemendur og foreldrar geta fylgst með stöðu sinni út frá þeim verkefnum og prófum sem þeir hafa leyst og fá endurgjöf í formi lita og umsagnar frá kennurum um hvað þurfi að bæta til að færast yfir á næsta hæfnistig.

Litirnir eru:


Foreldraviðtölin hjá 10. bekkingum og foreldrum þeirra eru með aðeins öðru móti en hjá
yngri nemendum því þá situr náms – og starfsráðgjafi með á fundinum og fer yfir stöðu
viðkomandi með tilliti til þess hvað tekur við eftir grunnskólagönguna.

Á skólaslitum fá allir nemendur vitnisburðarblað með sér heim þar sem gefinn er bókstafur eða umsögn fyrir hvert fag.