Skólinn

Helstu símanúmer

Skrifstofa 441- 3000
Frístund 441- 3026
Íþróttahús 441- 3144
Félagsmiðstöðin Jemen 441- 3024
Sundlaugin í Versölum 570- 0480

Opnunartími
Skólinn er opnaður kl. 7:50 á morgnana. Nemendur í 1. – 4. bekk geta farið inn í sínar stofur, lesið eða lært þar til kennsla hefst. Skilyrði fyrir því að nemendur fái að fara inn í sínar stofur er að þeir sitji í sætum sínum og hafi hljóð. Nemendum í 5. – 10. bekk er hleypt inn í sínar sofur þegar hring er inn kl 8:20.  Skrifstofa skólans opnar kl. 7:50 og er opin til kl. 16:00, nema á föstudögum þá er opið til 14:00.

Forföll nemenda
Tekið er við upplýsingum um veikindi og önnur forföll nemenda frá kl. 7:50 dag hvern. Kennari getur gefið nemanda leyfi í einn dag, en ef um lengri tíma er að ræða þarf að sækja um það skriflega á sérstöku eyðublaði (hægt að prenta út hér) og tekur  skólastjóri ákvörðun um leyfisveitingu.
Lindaskóli leggur ríka áherslu á skipulagða útivist og góða gæslu fyrir nemendur, auk þess sem útivistin er vettvangur fyrir nemendur til að njóta sín í frjálsum leik. Hinsvegar getur það komið fyrir alla nemendur að heilsan leyfi ekki mikla útiveru og styðjumst við þá við eftirfarandi vinnureglur.
Meginreglan er sú að nemandi getur verið inni á útivistartíma einn til tvo daga eftir veikindi. Skrifleg beiðni þarf að berast frá foreldrum og bíður nemandi þá inni í sinni stofu á meðan á útivist stendur. Því miður getur skólinn ekki boðið upp á gæslu þessar stundir og því er nemandinn á ábyrgð foreldra ef þeir óska eftir að hann sé inni í útivist. Þar sem þessar undanþágur eru veittar vegna undangenginna veikinda er ekki leyfilegt að aðrir nemendur séu inni.

Stundvísi
Í Lindaskóla er lögð rík áhersla á stundvísi. Óstundvísi er slæmur ósiður sem truflar skólastarf og hefur auk þess áhrif á námsárangur nemenda.

Óveður /  Bad weather
Stundum getur skólahald raskast vegna óveðurs. Þá er ætlast til að foreldrar/forráðamenn meti hvort óhætt sé að senda nemendur í skólann. Kennslu er haldið uppi samkvæmt stundaskrá þó fáir nemendur mæti í skólann. Ef veður versnar á skólatíma eru nemendur ekki sendir heim þegar skóla lýkur, heldur látnir bíða í skólanum uns þeir verða sóttir eða þar til veðri slotar.

Viðbrögð skólans vegna óveðurs        Viðbrögð foreldra vegna óveðurs    Reaction of parents in bad weather

Skólamáltíðir
Hollt fæði og heilbrigt líferni eru tvö af lykilatriðum til árangurs í námi. Skólinn gefur nemendum í 1. – 10. bekk kost á að kaupa áskrift að morgun- og hádegismat. Matur í áskrift er pantaður fyrirfram í gegnum íbúagátt Kópavogs.  Nemendur í 8. – 10. bekk geta einnig keypt nesti í mötuneyti nemenda, á morgnana og í hádeginu.  Hérna er hægt að skoða matseðil nemenda.

Skólahúsnæði
Stærð Lindaskóla er u.þ.b. 4500 fermetrar, auk íþróttahúss. Í skólanum eru tuttugu og sjö almennar kennslustofur og sex sérgreinastofur. Auk þess er bókasafn, salur með félagsaðstöðu, mötuneyti og íþróttahús. Dægradvöl hefur aðstöðu  inni í skólahúsnæðinu.

Óskilamunir
Nauðsynlegt er að foreldrar merki vandlega allar yfirhafnir, skó og íþróttaföt. Óskilamunir eru í vörslu skólavarða. Vitja má óskilamuna á opnunartíma skólans.

Meðferð kennslubóka
Nemendur fá flestar kennslubækur að láni. Það ætti að vera metnaðarmál hvers nemanda að skila bókum í sama ástandi og hann fékk þær. Kennslubækur unglinga eru skráðar á bókasafni skólans og lánaðar út í útlánakerfi safnsins.

Heimanám
Heimanám er einn þáttur í daglegu lífi skólabarna. Í tengslum við það gefst foreldrum gott tækifæri til að fylgjast með námi barnanna og veita þeim stuðning og hvatningu. Áhugi foreldra á skólagöngu barnanna skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra í námi.

Heimsóknir í skólann
Foreldrar/forráðamenn eru ávallt velkomnir í skólann til að fylgjast með námi barna sinna. Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir að hringja á undan sér svo hægt sé að gera heimsóknina sem ánægjulegasta.

Grænfáninn
Landvernd, umhverfisráðherra og 12 grunnskólar á Íslandi hafa efnt til samstarfs um að móta og styrkja umhverfisstefnu og umhverfismennt í skólum undir merkjum Grænfánans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skólarnir  sem taka þátt í verkefninu eru dreifðir vítt og breitt um landið og er Lindaskóli  einn þeirra skóla sem tekur þátt í þessu verkefni. Skólarnir eru litlir og stórir með nemendafjölda frá bilinu 30 – 800.  Hérna eru meiri upplýsingar um Grænfánaverkefnið í Lindaskóla.