Rýmingaráætlun Lindaskóla

Öryggismál

Kort af rýmingarleiðum eru inni í öllum kennslustofum skólans.  Rýmingarleiðir eru æfðar tvisvar á skólaári. Öryggisnefnd hefur yfirumsjón með rýmingaráætlun. Í öryggisnefnd eru Kristgerður Garðarsdóttir, Dragoslav Stojanovic, Nanna Hlín Skúladóttir og Margrét Ármann.

Þegar brunabjalla hringir fer í gang rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun Lindaskóla

Mjög mikilvægt er að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að fara í einu og öllu eftir því sem kennari segir. Nemendur þurfa að vita hvar þeirra staður er á skólalóðinni ef upp kemur eldur. Þeir geta verið staddir annarsstaðar en í stofunni og þá er staðurinn þeirra á skólalóðinni sá staður sem þeir eiga að hitta kennarann sinn á.

eiga nemendur að fara í röð. Þeir taka eingöngu með sér skó og fara í þá. Nemendur sem geyma skó í skógrindum eru undantekning, þeir fá bláa skópoka. Kennari tekur með sér kladda og telur nemendur. Það fer of langur tími í að taka annað með sér.

fylgja nemendur kennara að næsta útgangi. Annað hvort er valin flóttaleið 1 (rauð) eða 2 (græn), fer eftir staðsetningu eldsins. Mikilvægt er að ryðjast ekki heldur ganga rösklega og fylgja sinni röð.

fara nemendur með röðinni á sinn stað á skólalóðinni. Nemendur í 1.-6. bekk safnast saman hjá leikvelli með rólum og halda bekkjarröðum þar. Nemendur í 7.-10. bekk fara á stóra fótboltavöllinn. Kennarar sem eru með hálfan bekk sameinast með bekkinn úti á velli. Mjög mikilvægt er að halda röðunum og að kennari telji nemendur og kanni hvort allir hafi örugglega skilað sér.

víkja nemendur ekki úr röðinni fyrr en tengiliður segir hvað eigi að gera. Aðstoðarskólastjóri og ritari eru tengiliðir fyrir róluvöll. Skólastjóri og deildarstjóri eldra stigs eru tengiliðir fyrir fótboltavöll.

  • Ef nemandi/nemendur lokast inni í stofu á 2. hæð skólans vegna elds fyrir utan stofuna, á hann/þeir að opna glugga og láta úlpu hanga út. Þannig veit slökkviliðið af þeim og getur komið til bjargar.
  • Ef það uppgötvast að nemanda vantar er mjög mikilvægt að kennari setji sig í samband við tengilið en hlaupi ekki sjálfur af stað til að leita. Annar tengiliðurinn verður alltaf að vera staðsettur hjá hópnum.
  • Tengiliður hvoru megin setur sig í samband við varðstjóra slökkviliðs (auðkenndur með rauðum hjálmi) til að vita hvert næsta skref sé. Kennarar halda sig hjá sínum bekkjum og bíða átekta.
  • Ef ekki er hægt að fara inn í skólann aftur eiga allir að fara í íþróttahúsið. Í röðum að sjálfsögðu og bíða þar átekta svo framarlega að eldurinn sé ekki þar.