Fréttir

Forvarnarsjóður Kópavogs
Markmið Forvarnarsjóðs er að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnir, heilsu og vellíðan Kópavogsbúa. Styrkir úr sjóðnum skulu eingöngu veittir til verkefna með að minnsta kosti eina af eftirtöldum áherslum: […]

Skólaþing Lindaskóla
Þann 5. mars s.l. var haldið Skólaþing Lindaskóla í fyrsta sinn. Allir árgangar áttu 4 fulltrúa á þinginu sem höfðu verið kosnir af samnemendum. Á þinginu var skipst á skoðunum um þær 18 tillögur til úrbóta, sem bekkirnir höfðu áður komist […]

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk
Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram hér í skólanum fimmtudaginn 29. febrúar. Þar kepptu 12 nemendur sem valdir höfðu verið inni í bekk. Lesararnir stóðu sig vel og var frammistaða þeirra mjög jöfn þetta árið og valið erfitt fyrir dómara keppninnar. Lesarar […]

Innritun í grunnskóla fyrir næsta skólaár
Opnað hefur verið fyrir skráningu verðandi fyrstu bekkinga. Hægt er að skrá til og með 8. mars og fer skráning fram á þjónustugátt Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is/ Leiðbeiningar til forráðamanna má finna hér.

Ljóðstafur Jóns úr Vör
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. janúar síðastliðinn. Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. […]

Jólakveðja
Starfsfólk Lindaskóla sendir, bestu óskir um gleðileg jól, hamingju og farsæld á nýju ári. Með kæru þakklæti fyrir gott samstarf og samskipti á árinu sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu 4. janúar 2024.