Fréttir

Góð ráð til foreldra á tímum COVID
Á heimasíðu landlæknis eru góð ráð til foreldra á tímum COVID í ljósi þess álags sem nú hvílir á fjölskyldum. Sjá hér: https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item40926/ Foreldraráðin eru m.a. unnin í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (World Health Organization) og UNICEF.

Páskabingó og spurningarkeppni á netinu
Á síðasta degi fyrir kærkomið páskafrí brutum við í Lindaskóla daginn aðeins upp og skelltum í páskabingó með nemendum í 1. – 4. bekk. Í takt við tímann var þetta ,,fjarbingó“. Útbúið var útsendingarstúdíó og bingódrætti streymt í gegnum fjarfundarforritið Meet […]

Lestrarverkefnið Tími til að lesa og rafbókagjöf
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett af stað lestrarverkefni fyrir þjóðina. Börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru […]

Uppskriftahorn Lindaskóla
Nýjasta viðbótin við fjarkennslusíðu Lindaskóla er uppskriftahorn frá Erlu heimilisfræðikennara. Þar má finna uppskriftir flokkaðar niður fyrir hvern árgang fyrir sig og tilvalið er að velja eina uppskrift á viku og prófa heima. Auk uppskrifta má finna síðu með upplýsingum um […]

Sögustund fyrir alla
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 verður smásagan Haugurinn eftir Gunnar Theodór Eggertsson frumflutt í tilefni af degi barnabókarinnar. Sagan verður flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir. Gunnar Theodór skrifaði söguna; „Haugurinn“ fyrir börn á aldrinum 6-16 […]

Skáklífið í Lindaskóla blómstrar
Skáklífið í Lindaskóla blómstrar. Þrátt fyrir að skákæfingar í skólanum hafi fallið niður vegna COVID er fjöldinn allur af nemendum Lindaskóla að taka þátt í skákæfingum og mótum. Kristófer Gautason skákkennari gerði sér lítið fyrir og færði skákæfingar og mót inn […]