Meistaramót Lindaskóla í skák þriðjudaginn 19. maí

Meistaramót Lindaskóla í skák fer fram þriðjudaginn 19. maí í Lindaskóla (matsalnum) klukkan 14:00. Gera má ráð fyrir að mótinu ljúki rétt fyrir 16:00 með verðlaunaafhendingu.
Mótið er opið fyrir alla nemendur í Lindaskóla. Ekki er hægt að taka á móti gestum/forráðarmönnum að þessu sinni.

Verðlaun:
Verðlaunabikarar verða veittir fyrir efstu þrjú sætin í heildarmótinu.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir efstu þrjú sætin í hverjum árgangi 1.-5. bekkjar (15 verðlaunapeningar, 3 fyrir hvern árgang!).

Nánari upplýsingar um mótið og skráning fer fram hér: https://forms.gle/MFQcYoBf86RJGPVAA
Skráningu á mótið lýkur mánudaginn 18. maí klukkan 20:00.

Posted in Fréttaflokkur.