Fréttir
Gleðilega páska
Starfsfólk Lindaskóla óskar nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Hafið það sem allra best í fríinu. Skólastarf hefst eftir páskafrí þriðjudaginn 14. apríl. Sjá nánar frétt hér til hliðar; Skipulag 14.-17. apríl.
Skipulag 14.-17. apríl
Vika þrjú í samkomubanni er nú liðin og páskafrí framundan. Skólastarfið hefur verið ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru. Kennarar skólans hafa mætt breyttum aðstæðum af mikilli útsjónarsemi og nú er tæknin svo sannarlega í okkar liði. […]
Góð ráð til foreldra á tímum COVID
Á heimasíðu landlæknis eru góð ráð til foreldra á tímum COVID í ljósi þess álags sem nú hvílir á fjölskyldum. Sjá hér: https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item40926/ Foreldraráðin eru m.a. unnin í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (World Health Organization) og UNICEF.
Páskabingó og spurningarkeppni á netinu
Á síðasta degi fyrir kærkomið páskafrí brutum við í Lindaskóla daginn aðeins upp og skelltum í páskabingó með nemendum í 1. – 4. bekk. Í takt við tímann var þetta ,,fjarbingó“. Útbúið var útsendingarstúdíó og bingódrætti streymt í gegnum fjarfundarforritið Meet […]
Lestrarverkefnið Tími til að lesa og rafbókagjöf
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett af stað lestrarverkefni fyrir þjóðina. Börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru […]
Uppskriftahorn Lindaskóla
Nýjasta viðbótin við fjarkennslusíðu Lindaskóla er uppskriftahorn frá Erlu heimilisfræðikennara. Þar má finna uppskriftir flokkaðar niður fyrir hvern árgang fyrir sig og tilvalið er að velja eina uppskrift á viku og prófa heima. Auk uppskrifta má finna síðu með upplýsingum um […]