Gleðilegt sumar

Starfsfólk Lindaskóla óskar nemendum,  fjölskyldum þeirra og íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars. Skólasetning á nýju skólaári verður þriðjudaginn 25. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst.

Sumaropnun í frístundinni Demantabæ fyrir nemendur 1. bekkja verður 10– 24. ágúst.

Skólakynning fyrir nemendur 1. bekkjar og foreldra/forráðamenn þeirra verður mánudaginn 10. ágúst kl. 8:30 – 9:30. Kynningin verður í matsal skólans á 1. hæð og mæta foreldrar þangað með börnunum sínum.

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 18. júní til 6. ágúst.

Bestu sumarkveðjur, starfsmenn Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.