Skólasetning Lindaskóla þriðjudaginn 25. ágúst

Nú er sumarfríi um það bil að ljúka og skólastarf handan við hornið.

Skólastarf hefst með takmörkunum vegna covid -19 en sem betur fer hefur það engin áhrif á starfið sem snýr að nemendum. Fjarlægðaregla  sem er í gildi fyrir grunnskóla hefur áhrif á starfsmenn og aðkomu foreldra að skólanum. Foreldrar eru beðnir að koma ekki inn í skólann nema þeir eigi fyrirfram ákveðinn fund. Kynninga- og fræðslufundir fyrir foreldra verða ekki haldnir en við munum koma upplýsingum til þeirra rafrænt. Við munum leggja okkur fram við að halda þeim vel upplýstum um skólastarfið.

Þegar foreldrar eða aðrir gestir eiga erindi í skólann þurfa þeir að vera með eigin grímu.

Skólasetning Lindaskóla (aðeins fyrir nemendur) verður þriðjudaginn 25. ágúst sem hér segir:

5.-7. bekkur kl. 8:30
2.-4. bekkur kl. 9:00
8.-10. bekkur kl. 9:30

Eftir skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína í stutta stund.

Nemendur í 1. bekk ásamt foreldrum hitta umsjónarkennara á skólasetningardaginn með fyrirfram ákveðnu fundarboði sem þeir fá frá umsjónarkennara.

Kennsla hefst miðvikudaginn 26. ágúst samkvæmt stundatöflu. Frístund hefst sama dag fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir.

Kær kveðja,
Stjórnendur Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.