Hátíðarstund í Lindaskóla

Laugardaginn 23. nóvember verður hátíðleg samverustund í Lindaskóla þar sem nemendum skólans og fjölskyldum þeirra er boðið að koma og föndra, skreyta  piparkökur og steikja laufabrauð.

Húsið opnar kl. 11:00 og kór Lindaskóla mun syngja kl. 11:15. Nemendur í 10. bekk sjá um veitingasölu.

Það er stjórn foreldrafélags Lindaskóla sem skipuleggur þennan glæsilega viðburð.

Posted in Á döfinni, Fréttaflokkur.