Spurningakeppnin Uglan

Í vetur stóð bókasafn skólans fyrir lestrarátaki sem endaði núna í vor með spurningakeppninni Uglunni. Keppnin er með svipuðu sniði og Útsvar og Gettu betur og eru þátttakendur í 5., 6. og 7.bekk. 6.KS og 7.SS kepptu til úrslita og stóðu bæði liðin sig frábærlega. Það var síðan 7.SS sem stóð uppi sem sigurvegari Uglunnar skólaárið 2023-2024 en liðið skipuðu þau  Bríet Rós, Matthías Óskar og Nökkvi Hólm.

Sigurliðið hlaut að launum viðurkenningarskjal og farandgripinn Ugluna auk þess sem keppendur fengu gjafabréf á Vesturbæjarís.

Til hamingju með sigurinn 7.SS.

Solveig Gísladóttir

Posted in Fréttaflokkur.