Nemendur 5.og 6.bekkjar plokka

Mánudaginn 22. apríl var dagur jarðar og fimmtudaginn 25. apríl er dagur umhverfisins. Í tilefni þeirra fóru nemendur í 5. og 6. bekk út að tína rusl af skólalóðinni og umhverfis hana. Þeir fylltu 4 stóra svarta ruslapoka með rusli en einnig fundust hinar ýmsar flíkur sem fóru í óskilamuni skólans.

 

Vel gert 5. og 6.bekkur!

Posted in Fréttaflokkur.