Skólahreysti 2024

Lindaskóli tók þátt í 6.riðli í Skólahreysti í Laugardalshöllinni kl.20 fimmtudagskvöldið 18.apríl. Nemendur mið og unglingastig fjölmenntu og studdu vel við sitt lið og héldu uppi mikilli og góðri stemmingu. Lið Lindaskóla skipað þeim Heiðari, Jóhanni, Markúsi, Gyðu, Monu Rós og Gunnlaugu Evu stóð sig með mikilli prýði og lönduðu þriðja sætinu eftir harða, spennandi og  skemmtilega keppni við 12 aðra grunnskóla.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.

Posted in Fréttaflokkur.