Hjálmar í 1.bekk

Nemendur í 1.DEH fengu heimsókn frá félögum í Kiwanisklúbbnum Eldey og afhentu þeir börnunum að gjöf reiðhjólahjálma, buff og endurskinsmerki. Á meðfylgjandi mynd má sjá prúða 1.bekkinga tilbúna að taka við gjöfinni. Næstu daga munu nemendur fá umferðarfræðslu í skólanum. Í fræðslunni er farið yfir mikilvægi þess að nota hjálm þegar hjólað er og farið um á hlaupahjólum, línuskautum og jafnvel hjólabrettum. 

Gleðilegt sumar.

Posted in Fréttaflokkur.