Litla upplestrarkeppnin í 4.bekk

Litla upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg í sjötta skipti í Lindaskóla þann 17. apríl.

Nemendur  í 4. bekk fluttu margvíslega texta, bæði með upplestri og söng.

Þær Signý og Sóllilja sungu og spiluðu lagið Blátt lítið blóm eitt er.

 

Ingibjörg Einarsdóttir formaður Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, kom Litlu og Stóru upplestrarkeppninni á fót og hún sér enn um verkefnin, þrátt fyrir að vera komin á eftirlaun.

 

Ekki er um eiginlega keppni að ræða í 4. bekk, en nemendur keppast við að bæta sig í lestri.

Margvíslegur ávinningur hlýst af þátttökunni;

þar má nefna bætt lestraröryggi, aukinn lesskilning, betri framburð og að nemendur bera sameiginlega ábyrgð á verkefninu.

 

Nemendur stóðu sig með prýði og nutu margir ættingjar þeirra stundarinnar.

 

Posted in Fréttaflokkur.