Gleði og vinátta í Lindaskóla og í leikskólunum

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti.  Af því tilefni unnu nemendur í Lindaskóla og í leikskólunum í hverfinu að ýmsum vinaverkefnum. Það var ánægjulegt að sjá stóra og smáa nemendur tengjast saman í leik og starfi. Nemendur 10. bekkja heimsóttu leikskólana Núp og Dal og voru leikskólabörnin og grunnskólanemendurnir virkilega glaðir með daginn.

Í Lindaskóla voru allskonar stöðvar í gangi þar sem nemendur á mismunandi aldri unnu saman og oft mátti sjá eldri nemendur aðstoða þá yngri. Stöðvar voru úti um allan skóla, í íþróttahúsinu, í samstundasalnum, í list- og verkgreinastofum, öðrum kennslurýmum og á skólalóðinni. Það var virkilega gaman að sjá eldri nemendur hjálpa yngri nemendum að lesa og búa til vinabönd, sjá nemendur búa til vinagogga, listaverk, spila saman, dansa, perla, fara í ratleiki, kýló o.fl.

Til hamingju með daginn kæru vinir.

Posted in Fréttaflokkur.