Leik- og grunnskólarnir – baráttudagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Þennan dag ætla leik- og grunnskólanemendur í Lindahverfi að vinna ýmis verkefni saman sem tengjast vináttu.  Nemendur 10. bekkja fara í leikskólana Dal og Núp  og vinna vinaverkefni saman og vinasamstarf verður á milli árganga í 1.-9. bekk í Lindaskóla. Dagskráin verður í gangi frá kl. 9:00-12:00.

Posted in Fréttaflokkur.