Rithöfundar í heimsókn

Á menningardögum Lindaskóla komu margir rithöfundar  í heimsókn og lásu upp úr bókum sínum fyrir nemendur. Sigríður Etna Marinósdóttir las upp úr bók sinni Etna og Enok hitta jólasveinana fyrir nemendur í 1. bekk. Bjarni Fritzson las upp úr bók sinni Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna fyrir nemendur í 2.-7. bekk og Bergrún Íris Sævarsdóttir las upp úr bók sinni Langelstur að eilífu fyrir nemendur í 2.-4. bekk.

Nemendur og starfsmenn voru mjög glaðir með að fá þessa góðu gesti til að lesa upp úr bókum sínum.

Starfsmenn Lindaskóla vinna að því að efla áhuga nemenda á lestri og þáttur í þeirri vegferð er að fá rithöfunda í heimsóknir. Vonandi verða nemendur duglegir að lesa í jólafríinu sér til ánægju og gagns.

Gleðileg bókajól kæru lesendur

Posted in Fréttaflokkur.