Fréttir

Grillveisla í frístundinni

Í gær var haldin hin árlega grillveisla í frístundinni sem iðulega er haldin þegar starfsemin fer að líða undir lok eftir veturinn. Starfsmenn frístundarinnar grilluðu á skólalóðinni og svo var farið í leiki. 😊 Börnin fengu pylsur og safa og allir […]

Lesa meira

Birkir í 2. HS Lindaskólameistari í skák

Meistaramót Lindaskóla var haldið þriðjudaginn 19. maí í matsal skólans. Alls tóku 25 nemendur þátt í mótinu sem var æsi spennandi. Birkir Hallmundarson í 2. bekk sigraði örugglega með 8 sigra af 8 mögulegum. Í öðru sæti kom Engilbert Viðar Eyþórsson […]

Lesa meira

Sveitaferð – 2. bekkur

Mánudaginn 18. maí fór nemendur í 2. bekk  í sveitaferð á Hraðastaði í Mosfellsdal til að kynnast sveitalífinu.  Þar ríkti sannarlega mikil gleði og fengu nemendur að klappa dýrunum. Þar voru kindur með nýfædd lömb, kanínur, geitur og kiðlingar. Einnig voru […]

Lesa meira

Vorskipulag Lindaskóla

Nú styttist í skólalok þetta skólaárið. Námsmat er hafið í sumum árgöngum og hefst fljótlega hjá öðrum. Framundan eru vorferðir og uppbrotsdagar. Það ríkir alltaf mikil eftirvænting hjá nemendum að fara í vorferðir og nemendur fara á ýmsa staði eftir aldri. […]

Lesa meira

Meistaramót Lindaskóla í skák þriðjudaginn 19. maí

Meistaramót Lindaskóla í skák fer fram þriðjudaginn 19. maí í Lindaskóla (matsalnum) klukkan 14:00. Gera má ráð fyrir að mótinu ljúki rétt fyrir 16:00 með verðlaunaafhendingu. Mótið er opið fyrir alla nemendur í Lindaskóla. Ekki er hægt að taka á móti […]

Lesa meira

Verkfalli Eflingar aflýst – hefðbundið skólastarf

Verkfall Elingar leystist rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og því hefst að nýju hefðbundið skólastarf í dag, mánudaginn 11. maí, samkvæmt stundaskrá. Foreldrar þurfa að nesta börnin sín í hádeginu því ekki verður hægt að elda mat í eldhúsinu vegna þrengsla. […]

Lesa meira