Bækur nóvembermánaðar

Bækur nóvembermánaðr tengjast undarlegum og dularfullum atburðum. Nemendur eru hvattir til að lesa þessar bækur sem Solveig Gísladóttir bókasafnsfræðingur hefur valið.

Margt býr í myrkrinu ( Þorgrímur Þráinsson) – Efsta stig            

Þegar Gabríel fer til afa síns á Búðum á Snæfellsnesi milli jóla og nýárs hefur hann ekki hugmynd um hvað bíður hans. Í myrkri og brjáluðu veðri fara undarlegir atburðir að gerast sem  virðast tengjast Axlar-Birni sem bjó á svæðinu fyrir 400 árum.

Leyndardómur ljónsins (Brynhildur Þórarinsdóttir) – Miðstig

Tommi, Anna, Harri og Valdís kynnast í skólabúðunum á Reykjum. Þau eiga að vera þar í viku en strax á fyrsta degi fara undarlegir hlutir að gerast. Dularfullur skuggi, gamalt veggjakrot og sögur af Glámi einum frægasta draugi landsins koma ímyndunaraflinu á flug. Síðan bæta rafmagnsleysi og óveður við óhugnaðinn.

Álfarannsóknin (Benný Sif Ísleifsdóttir) – Yngsta stig

Undarlegir hlutir gerast í sumarbústaðnum hjá Baldri, pabba hans og afa. Tæki brotna, kaðlar losna, vinnuvélar bila og hundurinn er skíthræddur. Baldur og Katla hefja rannsóknina með talstöðvar, tommustokk, farsíma og beikon að vopni.

Posted in Fréttaflokkur.