Fréttir
Bleikur föstudagur 15. október
Við hvetjum alla til að skarta einhverju bleiku á föstudaginn. Með því sýnum við konum sem hafa greinst með krabbamein stuðning og samstöðu.
Göngum í skólann
Árlega stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auk samstarfsaðila fyrir átaksverkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. […]
Lestrarloftið
Í Lindaskóla er áhersla lögð á lestur og að geta lesið sér til gagns og ánægju. Það er gott að geta gleymt sér við bóklestur í notalegu umhverfi. Borð og stólar eru heppileg vinnusvæði, en hugsanlega ekki beint notaleg. Í einni […]
Skólasetning
Nú haustar að og við vonum að sumarið hafi verið ykkur notalegt og gott. Skólasetning Lindaskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst. Vegna sóttvarnaráðstafana og fjöldatakmarkanna verður skólasetning án foreldra. Skólasetningin er í matsal skólans. Eftir skólasetninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína. Kl. 8:30 […]
Lindaskólaspretturinn – Börn styrkja börn
Mánudaginn 7. júní hlupu nemendur og kennarar „Lindaskólasprettinn“ í Lindaskóla í Kópavogi. Lindaskólaspretturinn er hlaupinn ár hvert og er áheitahlaup til styrktar góðu málefni hverju sinn. Nemendur hlaupa ákveðna leið í nærumhverfi skólans og er hringurinn sem þau hlaupa 1,25 km […]
Útskrift 10. bekkjar
Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg mánudaginn 7. júní í matsal skólans. Salurinn var í hátíðarbúningi. Nemendur og foreldrar mættu spariklæddir á útskriftina sem og kennarar skólans. Athöfnin hófst á ávarpi Guðrúnar G. Halldórsdóttur, skólastjóra og í kjölfarið kom að stóru […]