Frá skólastjóra

Nýafstaðin foreldraviðtöl gengu vel. Það er mikilvægt að heyra raddir foreldra á skólastarfinu og eiga samtalið um það.
Framundan er vetrarfrí sem er kærkomið fyrir alla. Það er ljóst að vetrarfríið verður með öðru sniði hjá mörgum fjölskyldum vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda um að við höldum okkur sem mest heimavið. En það er hægt að gera margt skemmtileg í okkar fallega Lindahverfi. Taka t.d  eina keppni á nýja körfuboltavellinum, keppni milli foreldra og barna í skólahreysti. Sívinsæli fótboltavöllurinn eða  klifurkeppni í nýja flotta kastalanum. Nú ef allir vellir eru uppteknir er góð hugmynd að fara í göngutúr um fallega hverfið. En að öllu gamni slepptu þá hefur skólastarfið gengið vel þrátt fyrir þær takmarkanir sem skólastarfið býr við en reglugerðin gildir til og með 3. nóvember.

Hilmar Björgvinsson hefur sagt upp stöðu sinni sem aðstoðarskólastjóri frá áramótum en hann hefur verið ráðinn skólastjóri við nýjan skóla á Selfossi þar sem hann býr. Hann tekur við því starfi 1. janúar 2021.
Margrét Ármann hefur verið ráðin í hans stað.  Margrét hefur verið deildarstjóri í Lindaskóla í mörg ár og þekkir skólann mjög vel. Margrét er með meistaranám í forystu og stjórnum með áherslu á mannauðsstjórnun.

Góðar kveðjur til ykkar og hafið það sem allra best í fríinu.

Guðrún skólastjóri

Posted in Fréttaflokkur.