Fréttir

Okkar Kópavogur – kosningum fer að ljúka
Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum. Kosningum í verkefninu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 4. febrúar. Íbúar Kópavogs, 16 ára á árinu og eldri, geta kosið á milli 100 […]

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn
Kópavogsbær er með sameiginleg viðmið varðandi viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn fyrir alla nemendur í grunnskólum Kópavogs. Markmiðið með þessum sameigninlegu viðmiðum er að samræma vinnubrögð þeirra sem koma að málefnum barna í Kópavogi með hag nemenda að leiðarljósi. Það er mjög […]

Innra mat Lindaskóla – ný matsskýrsla komin inn á heimasíðuna
Í grunnskólalögum kemur fram að hver grunnskóli eigi að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Markmið með mati á skólastarfi er að draga fram styrkleika og veikleika […]

Foreldra- og nemendaviðtöl framundan
Foreldra- og nemendaviðtöl eru í Lindaskóla 10. – 14. febrúar nk. Viðtölin eru eftir kennslu kennara eins og undanfarin ár. Umsjónarkennarar munu opna fyrir skráningu í viðtöl föstudaginn 31. janúar inni á mentor.is. Lokað verður fyrir skráningu viðtala miðvikudaginn 5. febrúar […]

Mælt með því að foreldrar sæki börn sín í lok dags
Skilaboð frá Almannavörnum á höfuðborgarsvæðinu: Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til kl. 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags.

Foreldrar fylgi börnum í skólann í fyrramálið, þriðjudaginn 14. janúar
Skilaboð frá Almannavörnum á höfuðborgarsvæðinu: Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgja börnum sínum í skólann á morgun, þriðjudaginn 14. janúar. Skilaboðin eiga við börn yngri en 12 ára. Sjá einnig: Viðbragðsáætlun vegna […]