Fréttir
Skákmeisturum fagnað í Lindaskóla
Það ríkti mikil gleði og fögnuður í Lindaskóla í morgun. Nemendur og starfsmenn söfnuðust saman í miðrými skólans til að fagna skáksnillingunum okkar sem tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita. Það voru brosmildir og sigurreifir skákmenn sem gengu niður stigann í miðrýminu […]
Lið Lindaskóla Íslandsmeistarar í skák
Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk, fór fram í íþróttahúsinu Smáranum í dag, föstudaginn, 21. febrúar. Óhætt er að segja að nemendur Lindaskóla komu, sáu og sigruðu á þessu móti og lönduðu Íslandsmeistaratitli. Lindskóli var með fimm lið á mótinu, A, B, C, D […]
Öskudagurinn 2020 – skertur dagur hjá 1.-7.b
Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagurinn og þá ætlum við í Lindaskóla að bregða á leik í tilefni dagsins. Við hvetjum alla nemendur til að koma í grímubúningum og það verður spennandi að sjá hvaða persónur eða furðuverur mæta í skólann þennan […]
Notendahandbók fyrir Mentor-persónuverndarstillingar
Gefin hefur verið út ný notendahandbók fyrir Mentor sem er fyrir aðstandendur og nemendur. Sjá hér. Þar kemur m.a. fram að það sé mikilvægt fyrir foreldra að fara yfir stillingar sínar, undir stillingar og persónuvernd. Þar geta foreldrar ákveðið hvaða upplýsingar […]
Skólahald fellur niður á morgun, föstudag
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftaka veðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7:00 til 11:00 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á […]
Okkar Kópavogur – kosningum fer að ljúka
Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum. Kosningum í verkefninu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 4. febrúar. Íbúar Kópavogs, 16 ára á árinu og eldri, geta kosið á milli 100 […]