Vordagar, skólaslit og útskrift Lindaskóla 2024

Vordagar

Í dag föstudag, mánudag og þriðjudag eru vordagar í Lindaskóla. Þá eru börnin talsvert mikið úti og mikilvægt að þau séu klædd eftir veðri og hafi aukaföt í töskunni sinni. Vordagarnir eru skertir hjá nemendum en skóladeginum lýkur hjá 1.-7.bekk kl. 12:20 en hjá 8.-10.bekk kl. 12:40.

Skólaslit

Skólaslit Lindaskóla verða miðvikudaginn 5.júní kl. 13:30 í íþróttahúsi Lindaskóla. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Nemendur í 1.-9.bekk mæta til umsjónarkennara í heimastofur kl. 13:10 og fara með  þeim niður í íþróttahús. Eftir skólaslitin tekur  stórglæsileg vorhátíð foreldrafélagsins við og stendur hún frameftir degi.

Útskrift 10.bekkjar

Útskrift 10.bekkjar fer fram þriðjudaginn 4.júní kl. 17:00 í matsal skólans. Deildarstjóri unglingadeildar Arnar Bjarnason hefur sent nánari upplýsingar til foreldra 10.bekkinga.

Posted in Fréttaflokkur.