Lindaskólaspretturinn 2024

Nemendur í 1. – 8. bekk í Lindaskóla hlupu til styrktar Umhyggju í Lindaskólasprettinum þann 4. júní síðastliðinn. Umhyggja er félag langveikra barna og hefur það verið hefð í Lindaskóla að velja eitt félag ár hvert og styrkja. Nemendur hlupu í ár hvorki meira né minna en 1.549 km og söfnuðu heilum 300.000 krónum. Formaður umhyggju hann Jón Kjartan og Helga varaformaður komu á skólaslitin þann 5. júní og tóku við umslaginu með ágóðanum frá nemendunum. Frábær árangur hjá þessum flottu og duglegu krökkum sem voru skólanum okkar til sóma og létu ekki vind og pínu kulda stoppa sig í að hlaupa.

Posted in Fréttaflokkur.