Íslandsmót skólasveita í skák helgina 13.-14.apríl 2024

Um liðna helgi fór fram Íslandsmót skólasveita í skák. Á laugardag var barnaskólamótið, 4.-7.bekkur og þar áttum við í Lindaskóla flotta fulltrúa sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar eftir öruggan sigur í mótinu. 

B-sveit Lindaskóla stóð sig einnig mjög vel og urðu þeir efstir b-sveita á mótinu.

Á sunnudag var síðan Íslandsmót grunnskólasveita, 8-10.bekkur. A-sveit laugardagsins skipuð strákum í 6.og 7.bekk tóku þátt í því móti líka og þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu það mót líka. Fyrir þennan árangur unnu þeir sér inn rétt til að taka þátt í Norðurlandamótinu í Bodö í Noregi næsta haust. 

A-sveit Lindaskóla á laugardag skipuðu Sigurður Páll og Engilbert Viðar úr 7.bekk og  Örvar Hólm og Birkir Hallmundarson úr 6.bekk. 

B-sveit Lindaskóla á laugardag skipuðu Nökkvi Hólm úr 7.bekk, Moustapha og Ívar Pálmi úr 6.bekk og Viktor Elías úr 4.bekk. 

Á sunnudag samanstóð sveitin af A-sveitinni frá laugardegi ásamt Nökkva Hólm. 

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur. 

Posted in Fréttaflokkur.