Spurningakeppnin Uglan

Í vetur stóð bókasafn skólans  fyrir lestrarátaki sem endaði núna í vor með spurningakeppninni Uglunni.  Keppnin er með svipuðu sniði og Útsvar og Gettu betur og  eru þátttakendur 5. , 6. og 7. bekkur.  5.SS og 7.ÁGK kepptu til úrslita og var keppnin alveg hnífjöfn og stóðu  liðin sig frábærlega. Bæði liðin voru  með 44 stig að lokinni keppninni og varð því að grípa til bráðabana. Það var síðan 5.SS sem stóð uppi sem sigurvegari Uglunnar skólaárið 2021-2022 og hlaut að launum viðurkenningarskjal og farandgripinn Ugluna. Til hamingju með sigurinn lið 5.SS.

Solveig Gísladóttir

Posted in Fréttaflokkur.