sphero mini

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Lindaskóli fékk styrk til kaupa á minni tækjum fyrir forritunar- og tæknikennslu frá sjóðnum Forritarar Framtíðarinnar. Sjóðurinn er samstarfsverkefni meðal aðila atvinnulífsins og hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.  Bestu þakkir til þeirra sem koma að Forriturum framtíðarinnar, styrkir sem þessir hjálpa til við að endurnýja og efla tæknibúnað í skólum.

Við í Lindaskóla festum meðal annars kaup á Sphero mini forritunarlegum kúlum. Nokkrir nemendur hafa þegar prófað að forrita kúlurnar og stýra þeim eftir brautum. Við hlökkum til að prófa okkur áfram með Sphero og kanna áfram heim forritunar.

Posted in Fréttaflokkur.