Vorferð 3. LS í Húsdýragarðinn

Vorferð 3. bekkjar var að venju í Húsdýragarðinn. Þar fengu nemendur og kennarar fyrirtaks fræðslu um íslensk húsdýr ásamt því að fá að skoða, klappa og gefa húsdýrunum að borða.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel, veður var milt og gott og nemendur til mikillar fyrirmyndar. Voru nemendur ánægðir með ferðina og voru á því að þeir yrðu að koma fljótlega aftur í Húsdýragarðinn.
Bestu kveðjur, kennarar í 3. bekk.
Posted in Fréttaflokkur.