Lindaskóli sigraði í Skólahreysti

Lið Lindaskóla stóð sig frábærlega vel í undankeppni í Skólahreysti í dag. Auk Lindaskóla kepptu í sama riðli Árbæjarskóli, Dalskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli. Lindaskóli sigraði með 57 stigum og fékk sæti í úrslitunum sem verða næstkomandi laugardag. Bein útsending verður á RÚV frá úrslitakeppninni sem hefst kl. 19:40. Við hvetjum  og styðjum okkar lið heima í stofu því keppnin verður haldin án áhorfenda.

Keppendur Lindaskóla í ár eru:

Alexander Broddi Sigvaldason   upphífingar og dýfur

Ásdís María Davíðsdóttir             varamaður

Lúkas Magni Magnason               hraðabraut

Markús Birgisson                           varamaður

Sara Bjarkadóttir                           hraðabraut

Selma Barkadóttir                         armbeygjur og hreystigreip

Viktor Óli Bjarkason                     varamaður

Til hamingju Lindaskóli, til hamingju keppendur. Áfram Lindaskóli.

Posted in Fréttaflokkur.