Grillveisla í frístundinni

Í gær var haldin hin árlega grillveisla í frístundinni sem iðulega er haldin þegar starfsemin fer að líða undir lok eftir veturinn. Starfsmenn frístundarinnar grilluðu á skólalóðinni og svo var farið í leiki. 😊 Börnin fengu pylsur og safa og allir nutu vel.

Eftir það var farið í nokkra vel valda leiki á skólalóðinni og var mikið fjör. 😊

Annars hefur dagskráin verið fjölbreytt í vetur. Matreiðsla, smíði, textíll, hugleiðsla, borðtennis, skák, sögustundir á bókasafni, íþróttasalur, Ipad og leiklist svo eitthvað sé nefnt. Klúbbastarf var einnig fyrir 4. bekk framan af vetri.

Kærar þakkir frá frístundinni fyrir veturinn

Posted in Fréttaflokkur.