UMSK hlaupið verður 17. október

Ný dagsetning er komin á hið árlega UMSK hlaup. Það verður haldið á Kópavogsvelli, fimmtudaginn 17. október og hefst kl. 10:00. Nemendur í 4.-7. bekk í Lindaskóla taka þátt í hlaupinu og eru vegalengdirnar eftirfarandi:

4.-5. bekkur – 400 metrar
6.-7. bekkur – 800 metrar

Þrír fyrstu í hverjum árgangi fá verðlaunapening bæði í stráka- og stelpnaflokki. Skólarnir keppa um Bræðrabikarinn, en bikarinn hlýtur sá skóli sem er hlutfallslega með flesta þátttakendur.

Nemendur og starfsmenn fá sér göngutúr fram og til baka á Kópavogsvöll og því er mikilvægt að allir klæði sig eftir veðri. Nemendur þurfa að vera í þægilegum hlaupafötum og hlaupaskóm.

Á meðfylgjandi mynd sést Valdimar Gunnarsson framkv.stj. UMSK þegar hann kom að afhenda Lindaskóla Bræðrabikarinn fyrir ári síðan.

Posted in Fréttaflokkur.