Bleikur dagur í Lindaskóla 11. október

Alþjóðlegi bleiki dagurinn er föstudaginn 11. október. Við í Lindaskóla hvetjum alla starfsmenn og nemendur til að taka þátt í deginum með því að mæta í einhverju bleiku, með eitthvað bleikt eða annað sem kemur upp í hugann.  Með því sýnum við stuðning við þá sem greinast hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Posted in Fréttaflokkur.