Útskrift 10. bekkjar

Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg sama dag að kvöldi 5. júní í matsal skólans.  Salurinn var í hátíðarbúningi.  Nemendur og foreldrar mættu spariklæddir á útskriftina sem og kennarar skólans.  Athöfnin hófst á ávarpi Guðrúnar G. Halldórsdóttur, skólastjóra og í kjölfarið kom að stóru stundinni þar sem Margrét Ármann deildarstjóri, afhenti einkunnir sem og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.  Skemmtiatriði komu frá tveimur útskriftarnemum, Jakobi Frey Einarssyni sem spilaði á píanó og svo Maríu Ósk Steinsdóttur sem flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.  Fulltrúi foreldra, Helga Pálsdóttir,  flutti einnig ávarp til nemenda.  Tveir kennarar Lindaskóla sem kennt hafa hópnum í gegnum tíðina, Margrét Ásgeirsdóttir sem kenndi þeim á eldra stigi og Paloma Ruiz Martines sem kenndi þeim á yngra stigi fluttu kveðjuorð til útskriftarnema.  Að lokum gæddu allir sér á girnilegu hlaðborði sem foreldrar útskriftarnema sáu um. Starfsfólk Lindaskóla óskar útskriftarnemum til hamingju með daginn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Posted in Fréttaflokkur.