Mikil sigurgleði í Lindaskóla

Þetta er í þriðja skipti sem skólinn lendir í 1. sæti í Skólahreysti en síðast var það árið 2010. Í liði Lindaskóla voru Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir Þór Hugason, Sara Bjarkadóttir og Selma Bjarkadóttir. Varamenn voru Ásdís María Davíðsdóttir, Breki Gunnarsson og Viktor Óli Bjarkason. Þjálfarar voru íþróttakennararnir María Guðnadóttir og Lilja Íris Gunnarsdóttir. Við eru ákaflega stolt af þessum hópi okkar og ekki síður stuðningsmönnum liðsins sem skipta miklu máli. Það þarf dugnað, eljusemi, einbeitni og jákvætt hugarfar til að ná svona góðum árangri. Frábært lið, frábærir kennarar og frábær liðsheild. Þess má geta að í liði Lindaskóla voru eingöngu nemendur úr 9. bekk.
Það ríkti mikil gleði í Lindaskóla eftir þennan frábæra árangur okkur í Skólahreysti.  Morguninn eftir komu allir nemendur og starfsmenn saman í miðrými skólans til að fagna liðinu og þjálfurum. Stjórnendur færðu þessum hetjum falleg blóm í tilefni sigursins. Hér eru myndir frá keppninni…

Hér eru slóðir á nokkrar fréttir: Visir.is     Mbl.is    Sjónvarp mbl.is

Til hamingju sigurlið, til hamingju Lindaskóli

Posted in Fréttaflokkur.