Skipulag 30. mars – 3. apríl

Önnur kennsluvikan í samkomubanni gekk mjög vel hér í Lindaskóla. Nemendur í 1.-5. bekk hafa verið vinnusamir, duglegir og yfirvegaðir við þessar sérstöku aðstæður. Nemendur í 6.-10. bekk hafa stundað fjarkennsluna af kappi og eru í samstarfi við kennarana sína daglega.

Fjarkennsluvefur fyrir nemendur í 1.-5. bekk, sem eru heima, var opnaður í gær. Sjá hér aðra frétt á heimsíðunni og flýtihnappinn á forsíðu.

Næsta vika hér í skólanum verður að mestu leyti með óbreyttu kennslufyrirkomulagi frá fyrri viku, fyrir utan það að nú fara nemendur í 5. bekk í fjarkennslu. Þeir nemendur eru allir með sína spjaldtölvu og vel undirbúnir fyrir þetta verkefni. Þeir munu vera í sambandi við kennara sína daglega. Fjarkennsla hjá nemendum í 6. – 10. bekk verður með svipuðu sniði.

Posted in Fréttaflokkur.