Stóra upplestrarkeppnin í Lindaskóla

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram hér í skólanum miðvikudaginn 8.mars.  Þar kepptu 10 nemendur sem valdir höfðu verið inni í bekk. Lesararnir stóðu sig vel og var frammistaða þeirra mjög jöfn þetta árið og valið erfitt fyrir dómara keppninnar.

Lesarar voru þau Aníta Ósk, Bryndís Anna, Brynja, Kristján Máni, Sigrún Helga, Andrea Marý, Brynjar Björn, Elmar Ingi, Unnur Birna og Viktor Helgi. Í keppninni lásu þau kafla úr bókinni „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir Gunnar Helgason, ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og eitt ljóð að eigin vali. Það voru Kristján Máni Magnússon og Unnur Birna Önnudóttir sem voru valin sem fulltrúar skólans og Bryndís Anna Höskuldsdóttir  er varamaður þeirra.

Umsjónarmaður keppninnar hér í skólanum er Solveig H Gísladóttir safnstjóri skólasafnsins, sem einnig sá um undirbúning keppenda. Einnig koma kennarar 7.bekkjar að undirbúningi, Hanna Clara Minshull og Sigrún Dóra Jónsdóttir auk deildarstjóra miðstigs, Ingu Birnu Eiríksdóttur.  Dómarar voru Guðrún G. Halldórsdóttir, Halldóra Ingunn Magnúsdóttir og Nanna Þóra Jónsdóttir.

Lokakeppnin í Kópavogi verður haldin í Salnum fimmtudaginn 13. apríl klukkan  13-15.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni. 

Posted in Fréttaflokkur.