Hátíð á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Lindaskóla 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Nemendur og starfsmenn skólans söfnuðust saman í miðrými skólans og gerðu sér glaðan dag í tilefni dagsins. Að loknu ávarpi skólastjóra söng GDRN tvö lög við undirleik Magnúsar Jóhanns píanóleikara. Nemendur kunnu svo sannarlega að meta fallegan flutning listamannanna. Raddkór úr 5. bekk flutti vísur eftir Kristján Hreinsson sem voru einnig fluttar á upplestrarhátíð 4. bekkjar síðasta vor. Í lokin sungu allir saman fallega lagið Á íslensku má alltaf finna svar við undirleik Ívars tónmenntakennara. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

Posted in Fréttaflokkur.