Lindaskóli verður réttindaskóli UNICEF

Í síðustu viku undirrituðu fulltrúar fjögurra skóla, frístunda og félagsmiðstöðva í Kópavogi samning þess efnis að gerast réttindaskóli, réttindafrístund og réttindafélagsmiðstöð. Lindaskóli, Demantabær og Jemen voru þar í góðum hópi og  munu hefja innleiðingu á.

Réttindaskóli UNICEF (e. Child Right Schools) er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum eins og hann er iðulega nefndur, og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna verkefnið leggja sáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum.

Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annars starfsfólks.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UNISEF https://www.unicef.is/rettindaskoliogfristund

 

 

Posted in Fréttaflokkur.