Eineltisáætlun Lindaskóla

Góður skólabragur er mikilvægur liður í forvarnarstarfi skóla gegn samskiptavanda og einelti. Skólabragur snýr að samskiptum og hvernig við komum fram við hvert annað í öllu skólasamfélaginu, þ.e. starfsfólk, forráðamenn og nemendur. Mikilvægt er að allt skólasamfélagið vinni vel saman þegar mál koma upp.

Nýjar rannsóknir sýna að allir geta orðið þolendur, gerendur, áhorfendur eða viðhlæjendur í eineltismálum. Einelti tengist frekar þeirri menningu sem til staðar er og í slíkri menningu líður langflestum einstaklingum ekki vel.  Nýjar rannsóknir sýna einnig að forvarnir eru mjög mikilvægar. Þær sýna einnig að það sé mikilvægt að vinna með allt skólasamfélagið í heild sinni ekki bara einstaklinga.

Eineltisáætlun Lindaskóla var yfirfarin á haustdögum og er hún aðgengileg á heimasíðu skólans  undir áætlanir, í framhaldi af því var settur inn á síðuna hnappur þar sem hægt er að tilkynna einelti, sú tilkynning berst þá til námsráðgjafa skólans  sem skoðar málið og vinnur eftir eineltisáætluninni. Við þetta má bæta að nefnd innan skólans vinnur nú að handbók fyrir kennara sem snýr að forvörnum.

Við erum öll saman í liðinu gegn einelti.

Posted in Fréttaflokkur.