Rýmingaræfing

Reglulega yfir skólaárið er æfing í viðbrögðum við því hvað eigi að gera ef brunabjallan fer í gang. Fyrsta æfingin var á fimmtudaginn. Allir nemendur fóru út og stilltu sér upp í raðir með sínum hóp á skólalóðinni. Þess má geta að 1. bekkingar sem voru að taka þátt í fyrsta skipti stóðu sig einstaklega vel. Eftir svona æfingu er farið yfir málin og skoðað hvað mætti betur fara og hvað gekk vel.

Posted in Fréttaflokkur.