Vináttuverkefni Barnaheilla

Í gær fékk Lindaskóli að gjöf nýtt grunnskólaefni um bangsann Blæ í Vináttuverkefni Barnaheilla.
Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því.
Sjá nánar  um verkefnið hér
Á meðfylgjandi mynd afhendir Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum Hilmari  Björgvinssyni aðstoðarskólastjóra þetta flotta námsefni.
Posted in Fréttaflokkur.