Bleikur dagur í Lindaskóla

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. október 2020 um allt land. Við í Lindaskóla hvetjum alla starfsmenn og nemendur til að taka þátt í deginum með því að klæðast einhverju bleiku eða vera með eitthvað bleikt þennan dag. Með því sýnum við þeim sem hafa greinst með krabbamein stuðning og samstöðu.

Posted in Fréttaflokkur.